Ákvörðun Bankasýslu ríkisins um að takmarka þátttöku í útboði á 22,5% hlut ríkisins á Íslandsbanka við hæfa fjárfesta, án viðbótar skilyrðis um lágmarkstilboð, fól ekki í sér brot gegn jafnræðisreglu. Auk þess voru fullnægjandi ráðstafanir gerðar af hálfu Bankasýslunnar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu í lagalegu tilliti.
Þetta er niðurstaða í lögfræðiáliti sem Logos lögmannsþjónusta vann fyrir Bankasýsluna og ViðskiptaMoggi hefur undir höndum.
Bankasýslan fól Logos að leggja mat á það hvort jafnræðis hefði verið gætt við sölumeðferð eignarhlutarins í Íslandsbanka, eftir að gagnrýni hafði komið fram, meðal annars frá þingmönnum, um að svo hefði ekki verið. Sem kunnugt er hefur salan hlotið mikla gagnrýni í þjóðfélagsumræðu undanfarið.
Í áliti Logos er farið ítarlega yfir aðdraganda sölunnar, fyrirkomulag og kynningu á henni sem og helstu ákvarðanir í tengslum við útboðið. Einnig er vísað til þeirra lagareglna og lögskýringargagna sem helst hafa þýðingu og jafnframt tekin afstaða til þeirra álitaefna sem fyrir liggja.
Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.