Tölfræðistofnun Rússlands tilkynnti á miðvikudag að gert sé ráð fyrir 3,5 prósenta hagvexti eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs í landinu.
Tölur Rosstat eru þær fyrstu sem gefnar eru út yfir hagvöxt í landinu síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti sendi herlið sitt til Úkraínu seint í febrúar og ríki Vesturlanda settu á viðskiptaþvinganir og aðrar refsiaðgerðir í kjölfarið.
Samkvæmt Rosstat er talið að hagvöxturinn stafi fyrst of fremst af farþegaflutningi og drætti jarðefnaauðlinda.
Hagvöxtur í Rússlandi var 5% í fyrsta ársfjórðungi 2021.
Hagfræðingar telja að hagfræðileg áhrif refsiaðgerða gegn Rússlandi eigi enn eftir að koma fram og telja að Rússland, sem reiðir gríðarlega á innflutning á framleiðslubúnaði og neysluvörum, horfi fram á djúpa efnahagskreppu áður en langt um líður.
Rússneski seðlabankinn mat það svo í apríl að landsframleiðsla ætti líklega eftir að dragast saman um 8 til 10 prósent á þessu ári, og aukast síðan um 3 prósent á því næsta. Hagvöxtur verði síðan á bilinu 2,5 til 3,5 prósent árið 2024.
Þróunarbanki Evrópu (EBRD) hefur sagt að rússneska hagkerfið eigi að öllum líkindum eftir að dragast saman um 10% fyrir árslok og að hagvöxtur verði engin á næsta ári.
Pútín hefur ítrekað haldið því fram að rússneskt hagkerfi hafi náð að standa storm refsiaðgerða af sér.