Mesta verðbólga frá maí 2010

Verðbólga hefur ekki verið hærri í 12 ár.
Verðbólga hefur ekki verið hærri í 12 ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Verðbólgan í apríl hefur ekki mælst hærri frá því árið 2010 en kaupmáttur launa hefur þó aukist síðustu 12 mánuði. Hækkun launa milli febrúarmánaða 2021 og 2022 er mest hjá ríkinu eða 7,3% miðað við 7,1% hækkun á almenna markaðnum. 

Hækkun launavísitölunnar milli mánaða í apríl var óvenjumikil en hún fór upp um 1,6% frá mars. Meginskýringin er launahækkun vegna hagvaxtarauka sem launafólk, sem fær fyrirframgreidd laun, fékk greidda út í apríl. Þá fór árshækkunartaktur launa upp í 8,5%, sem er mun hærri en árstaktur síðustu mánaða en hann hefur verið um 7%.

Verðbólga í síðasta mánuði mældist 7,2% og er það mesta verðbólga sem mælst hefur frá því í maí árið 2010, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Kaupmáttur launa jókst þó um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022 þrátt fyrir verðbólguna. Kaupmátturinn náði þó ekki sömu hæðum og í byrjun árs en þá var hann sá mesti í sögunni.

Gert er ráð fyrir að kaupmáttur aukist um 0,1% milli ára að jafnaði í ár.

Lægri laun hækkað hlutfallslega meira

Laun hafa hækkað með svipuðum hætti milli febrúarmánaða 2021 og 2022 á öllum mörkuðum en er þó aðeins hærri á þeim opinbera. Er launahækkunin mest hjá ríkinu eða um 7,3% samanborið við 7,1% hjá sveitarfélögum og 7,1% á almenna markaðnum.

Laun verkafólks hafa hækkað mest, eða um 9,2% og laun þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks næst mest, eða um 8%. Aðrar starfsstéttir hafa hækkað um 6% í launum. Laun starfsfólks í fjármála- og vátryggingastarfsemi hafa hækkað hvað minnst, eða um 5%.

Krónutöluhækkanir virðast hafa áhrif á launaþróun en í greinum þar sem laun eru almennt lág hækka þau hlutfallslega mikið og minna í greinum þar sem laun eru hærri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka