Ragna S. Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi sprotafyrirtækisins Íslensks dúns á Borgarfirði eystri, gerir ráð fyrir 30% söluaukningu á þessu ári. Á síðasta ári jókst salan um 60%.
Æðardúnssængur og koddar eins og Íslenskur dúnn framleiðir eru sannkölluð lúxusvara. Á bak við tekjur síðasta árs, sem voru 117 milljónir króna, eru 180 sængur og koddar sem aðallega fóru úr landi.
Íslenskur dúnn hóf starfsemi fyrir þremur árum og hefur vaxið mikið á stuttum tíma. „Viðskiptavinir eru fólk sem kann að meta hvað varan er sjálfbær,“ segir Ragna.