Fyrrverandi fréttastjóri RÚV til Túrista

Óðinn Jónsson gengur brátt til liðs við Kristján á Túrista.
Óðinn Jónsson gengur brátt til liðs við Kristján á Túrista.

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, mun ganga til liðs við fréttamiðilinn Túrista, sem sérhæfir sig í fréttum af ferðamannaiðnaðnum, í júnímánuði. Tæp 13 ár eru síðan vefurinn fór í loftið og hefur stofnandi og ritstjóri síðunnar, Kristján Sigurjónsson, séð um öll fréttaskrif síðan þá. 

Í fréttatilkynningu frá Túrista er haft eftir Kristjáni að mikill fengur sé í Óðni sem sé einn af reyndustu fjölmiðlamönnum landsins.

Áskriftarvefur hugmynd sem gekk upp

„Ég er honum þakklátur fyrir að taka stökkið. Það verður spennandi að vinna með honum aftur en við ræddum um árabil ferðamál frá ýmsum hliðum vikulega á Morgunvakt Rásar 1, á meðan hann stýrði þættinum,“ er haft eftir Kristjáni. 

Í tilkynningunni segir að það hafi heppnast að breyta Túrista í áskriftarvef á sínum tíma.

„Það má líka ljóst vera að fjölmiðill sem seldur er í áskrift á allt undir færum og reyndum blaðamönnum. Ráðning Óðins er því mikilvægur liður í því að breikka efnistökin enda býður umfjöllun um ferðaþjónustu og ferðalög upp á marga möguleika,“ er haft eftir Kristjáni. 

Þaulreyndur

Eftir Óðni er haft að honum þyki tækifærið spennandi.

„Ég held að áskriftarvefur eins og Túristi, sem leggur rækt við mikilvægt sérsvið, eigi framtíð fyrir sér. Kristján hefur unnið þrekvirki í sínu starfi en ég vonast til að styrkja vefinn. Það er auðvitað frábært að fá tækifæri til að spreyta sig aftur í blaðamennsku og ég er þakklátur fyrir það.“ 

Óðinn starfaði lengi hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður og þáttastjórnandi, fréttamaður á Norðurlöndum, þingfréttamaður, fréttastjóri hljóðvarps og síðan RÚV. Síðustu þrjú árin hefur Óðinn unnið sem ráðgjafi hjá samskiptastofunni Aton.JL, einkum að samskiptamálum og fjölmiðlaráðgjöf fyrir stækkunarverkefni Isavia á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við breska byggingar- og ráðgjafarfyrirtækið Mace.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK