Kaupa íslenskt vindorkuverkefni

Margir vilja byggja vindmyllur.
Margir vilja byggja vindmyllur. mbl.is/RAX

Portúgalska orkufyrirtækið Greenvolt Energias Rnovaveis SA hefur í gegnum pólskt dótturfélag sitt, V-Ridium, samið um kaup á vindorkuverkefni hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Þar segir að um sé að ræða vindmyllugarð með 90 MW uppsetta orku en ekki er upplýst nánar hvaða verkefni um er að ræða.

34 verkefni í þróun

Eins og sjá má á heimasíðu rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða eru þrjátíu og fjögur vindorkuverkefni í þróun hér á landi.

Á heimasíðu GreenVolt sést að félagið er með ýmis verkefni í vinnslu á sviði sjálfbærrar orku. Auk vindorku vinnur félagið með sólarorku og býr til orku úr lífmassa.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka