Loo byggir bílaþvottastöð í nágrenni Hellu

Loo Eng Wah á tjaldsvæði í Landsveit.
Loo Eng Wah á tjaldsvæði í Landsveit. mbl.is/Hari

„Við höfum ekki haft þvottaplan fyrir íbúa og ferðamenn í fjölda ára. Þetta er það sem okkur vantar,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra.

Malasíski athafnamaðurinn Loo Eng Wah heldur áfram stórhuga áformum sínum um uppbyggingu við Hellu. Nú hefur hann gert samning við Skeljung og Löður um byggingu bensín- og þvottastöðvar í nágrenni við bæinn. Stöðin verður á Faxaflötum sem er rétt sunnan við Suðurlandsveg, austan við Stracta-hótelið.

Að sögn Haraldar Birgis er verið að leggja lokahönd á teikningar af þessari uppbyggingu og framkvæmdir gætu hafist á næstu dögum. Þarna verða eldsneytisstöðvar fyrir allt að átta bíla og rafhleðslustöðvar fyrir allt að fjóra bíla.

Lengri um­fjöll­un um málið má finna í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtudaginn 26. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka