Verðbólgan komin upp í 7,6%

Verðbólga á Íslandi mælist nú 7,6% og hefur ekki mælst …
Verðbólga á Íslandi mælist nú 7,6% og hefur ekki mælst jafn há frá því í apríl 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,77% í maí og mælist nú 539,5 stig samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem birtar voru í morgun. Vísitölubreyting síðustu tólf mánaða, eða verðbólga, mælist nú 7,6%.

Verðbólgan hefur ekki mælst jafn há frá því í apríl 2010, þegar hún mældist 8,3%. Þá hafði hún verið í hröðu lækkunarferli frá því eftir fjármálahrunið 2008.

Vísitalan án húsnæðis mælist nú 450,2 stig og hækkar um 0,42% milli mánaða. Tólf mánaða breyting vísitölunnar mælist 5,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK