Hækkun vísitölu í samræmi við spár

Verðbólga mælist ný 7,6%.
Verðbólga mælist ný 7,6%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,77% í maí samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Verðbólga mælist nú 7,6% og hefur ekki verið meiri frá því í apríl 2010. Er hækkunin að mestu í takti við spár greinenda á markaði. Þannig spáði Íslandsbanki t.d. 0,7% hækkun og Arion banki 0,81%.

Konráð S. Guðjónsson aðalhagfræðingur Stefnis segir í samtali við Morgunblaðið að hækkun verðbólgunnar sé aldrei þessu vant í takti við væntingar sem sé viss léttir. „Miðað við óttann um að verðbólgan væri að rjúka upp úr öllu valdi eru þetta ágætistölur og vísbending um að verðbólgan sé ekki á leið í tveggja stafa tölu á næstunni. Að því sögðu er hækkunin þó mjög mikil og meiri en samræmist verðbólgumarkmiði.“ 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK