Spáir besta ári frá upphafi

Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson. Ljósmynd/Aðsend

Þetta ár verður að óbreyttu það besta í sögu áliðnaðar á Íslandi enda ekki útlit fyrir annað en að álverð verði áfram sögulega hátt.

Þetta segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og stjórnarformaður Samtaka álframleiðenda, Samáls, og bendir á samkeppnisforskot íslenskra álvera. Ólíkt álverum í Evrópu sem glími við afleiðingar orkukreppu njóti álverin á Íslandi þess að hafa samið til langs tíma um kaup á raforku.

Gangi spá Einars eftir mun það birtast í afkomu Landsvirkjunar og Orkuveitunnar og svigrúmi þeirra til að greiða eigendum sínum arð. Gæti ávinningur þjóðarbúsins hlaupið á tugum milljarða þegar allt er talið.

Tæplega 300 milljarðar króna

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum álframleiðenda greiddu álverin 123 milljarða í innlendan kostnað í fyrra. Þá hafi útflutningstekjur af áli numið 298 milljörðum í fyrra sem var 90 milljörðum meira en árið áður. Landsbankinn hefur bent á að útflutningsverðmæti stóriðju, sjávarafurða og ferðaþjónustu var alls 242 milljarðar á fyrsta fjórðungi sem sé met. Einar spáir því að álverð haldist í 2.500 til 3.000 Bandaríkjadölum tonnið í ár en meðalverðið var 1.730 dalir tonnið árið 2020.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK