Örfá ár í 6G tækni

Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta, og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Nova.
Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta, og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Nova.

Bene­dikt Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri fjar­skipta hjá Nova, seg­ir að aðeins örfá ár séu í það að 6G tækn­in ryðji sér til rúms hér á landi. Með hverri bylt­ingu sem verður í fjar­skipta­mál­um marg­fald­ast mögu­leik­ar á flutn­ingi fjar­skipta­fé­laga á gagna­magni og um leið batn­ar not­enda­upp­lif­un viðskipta­vina.

Nova var fyrsta síma­fyr­ir­tækið á Íslandi til að bjóða 4G þjón­ustu í apríl 2013 en inn­leiðing á 5G þjón­ustu stend­ur enn yfir. Tækn­in þró­ast þó hratt og sem fyrr seg­ir má gera ráð fyr­ir að stutt sé í 6G tækni.

Nokk­ur ár eru liðin frá því að fjar­skipta­fyr­ir­tæki hættu að inn­heimta gjald fyr­ir það að hringja úr sím­um. Tekjumód­el þeirra hef­ur þess í stað breyst þannig að þau rukka nú fyr­ir flutn­ing á gagna­magni og gagna­notk­un, hvort sem það er heima fyr­ir eða í farsím­um. Sí­fellt fleiri tæki tengj­ast nú net­inu en áður, svo sem úr, spjald­tölv­ur og önn­ur heim­ilis­tæki. Því munu fjar­skipta­fyr­ir­tæki þurfa nokkra burði til að bjóða það gagna­magn sem fólk þarf á að halda.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK