Arctic Adventures fjárfestir í Alaska

Landslag Alaska er í mörgum tilvikum sambærilegt því sem það …
Landslag Alaska er í mörgum tilvikum sambærilegt því sem það er á Íslandi. Ljósmynd/Twitter

Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring.

Í tilkynningu frá Arctic Adventures kemur fram að markmiðið með kaupunum sé að taka þátt í uppbyggingu á vaxandi ferðaþjónustumarkaði í Alaska. Arctic Adventures hf. mun fara með 50,25% hlut í sameiginlegu félagi, Arctic Adventures Alaska.

All Alaska Tours var stofnað árið 1991 og starfar í Alaska og Yukon, Kanada. Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin byggt upp sambönd við yfir 1.000 birgja víðsvegar í Alaska og Kanada ásamt því að þjónusta aðila um allan heim sem vilja heimsækja Alaska og Kanada. Alaska Private Touring er systurfélag All Alaska Tours  og býður upp á sérsniðnar ferðir sem hannaðar eru út frá óskum viðskiptavina frá upphafi til enda.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures.
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures.

 „Alaska er að mörgu leyti svipaður áfangastaður og Ísland. Ferðamenn sækja Alaska heim til að upplifa svipuð ævintýri og á Íslandi þar sem jöklar, heitar laugar, norðurljós, hvalir, lundar og íshellar eru til staðar í Alaska líkt og á Íslandi,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, í tilkynningunni.

„Það er því margt sem við höfum fram að færa verandi leiðandi í ævintýra- og afþreyingarferðum á Íslandi og að sama skapi margt sem við getum lært af aðila með yfir 30 ára reynslu af skipulagningu ferða í Alaska. Arctic Adventures hefur þá sýn að verða leiðandi ferða- og ævintýrafyrirtæki á norðurslóðum og með því að bjóða All Alaska Tours og Alaska Private Touring velkomna í Arctic Adventures fjölskylduna höfum við tekið stórt skref í átt að því markmiði. Alaska er einnig vaxandi áfangastaður og við horfum á kaupin sem upphafið á vegferð sem mun skapa tækifæri til nýs vaxtarskeiðs innan samstæðu Arctic Adventures.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK