Samruni Alvotech og Oaktree samþykktur

Samruninn var samþykktur rétt áður en Alvotech verður skráð á …
Samruninn var samþykktur rétt áður en Alvotech verður skráð á markað síðar í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samruni við Alvotech S.A. og Alvotech var samþykktur á hlutahafafundi Oaktree Acquisition Corp. II í gær og stefnt er að því að hann taki gildi að viku liðinni, þann 15. júní, að öllum skilyrðum uppfylltum.

Alvotech verður skráð á hlutabréfamarkað í New York, Bandaríkjunum. Þá er einnig gert ráð fyrir að viðskipti geti hafist á íslenska markaðnum síðar í mánuðinum eða þann 23. júní. Á báðum marköðum verða hlutabréfin undir heitinu ALVO, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alvotech.

„Þetta eru afar spennandi skref fyrir Alvotech teymið, samstarfsaðila okkar og alla þá sem vilja stuðla að auknu framboði líftæknilyfja sem uppfylla ítrustu kröfur og lækka kostnað heilbrigðiskerfisins,“ er haft eftir Róberti Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech í tilkynningunni. „Frá stofnun fyrirtækisins fyrir áratug höfum við helgað krafta okkar því að bæta aðgengi að meðferðarúrræðum sem geta gjörbreytt lífsgæðum sjúklinga.“

„Alvotech er að stíga inn á hlutabréfamarkað einmitt þegar heilbrigðisþjónusta um allan heim stendur á miklum tímamótum, þar sem kröfur um aukið aðgengi og lægri kostnað verða sífellt háværari,“ er haft eftir Zaid Pardesi, framkvæmdastjóra hjá Oaktree, fjármálastjóra og stjórnanda samrunafélagsins Oaktree Acquisition Corp II, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK