Nova verði ekki fjölmiðlafyrirtæki

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. mbl.is

Nýj­asti þátt­ur úr smiðju Pyngj­unn­ar er und­ir­lagður yf­ir­stand­andi hluta­fjárút­boði Nova. Þátt­ur­inn er tví­skipt­ur, en fyrri hlut­inn er yf­ir­ferð Pyngju­bræðra um árs­reikn­ing fé­lags­ins og útboðskynn­ing­una og seinni hlut­inn er viðtal við Mar­gréti Tryggva­dótt­ur, for­stjóra Nova, og Magnús Árna­son sem fer fyr­ir markaðsmá­l­um og sta­f­rænni þróun.

Nova hóf rekst­ur 1.des­em­ber árið 2007 og hef­ur síðan þá kynnt marg­ar nýj­ung­ar á ís­lensk­um fjar­skipta­markaði líkt og „0 kr. Nova í Nova“ og „vinatóna“ svo fátt eitt sé nefnt. Síðan þá hef­ur þó margt vatn runnið til sjáv­ar og í dag stend­ur yfir hluta­fjárút­boð fé­lags­ins sem hef­ur verið í píp­un­um í nokk­urn tíma.

2021 tekju­hæsta ár Nova frá upp­hafi

2021 var tekju­hæsta ár Nova frá upp­hafi en tekj­ur fé­lags­ins hafa vaxið um 8,1% að meðaltali frá ár­inu 2015. Tekj­ur fé­lags­ins voru um 12,1 millj­arður króna í fyrra að frá­dreg­inni ein­skipt­is­sölu en á ár­inu seldi Nova svo­kallaða óvirka fjar­skiptainnviði og var sölu­hagnaður­inn tæp­ar 900 millj­ón­ir króna.

Ljós­leiðar­inn hraðast vax­andi tekju­stoðin

Fram kem­ur í þætt­in­um, þar sem vísað er í útboðslýs­ing­una, að Nova hef­ur á stutt­um tíma náð góðum tekju­vexti á sölu ljós­leiðara, eða um 640% frá 2017. Þó er markaðshlut­deild þeirra ekki nema 15% og því næg tæki­færi til vaxt­ar á þeim markaði. Nova er þó í sér­flokki þegar kem­ur að markaðshlut­deild í gagna­magni en þar er fé­lagið með um 60% hlut­deild þrátt fyr­ir að vera ein­ung­is með 33% af hlut­deild viðskipta­vina.

Arnar Þór Ólafsson og Ingvi Þór Georgsson, umsjónarmenn Pyngjunnar.
Arn­ar Þór Ólafs­son og Ingvi Þór Georgs­son, um­sjón­ar­menn Pyngj­unn­ar.

Styrk­leik­ar Nova séu í topp þjón­ustu á síma og in­ter­neti

Í seinni parti viðtals­ins fara þau Mar­grét og Magnús um víðan völl og ræða meðal ann­ars breytta neyt­enda­hegðun yngsta ald­urs­hóps­ins sem ólíkt fyr­ir kyn­slóðum er leng­ur inn í fjöl­skyldupakka for­eldra sinna.

Þegar talið berst að strategíu og því sem hef­ur átt sér stað meðal annarra fjar­skipta­fyr­ir­tækja í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um þar sem fjar­skipta­fyr­ir­tæki og fjöl­miðlasam­steyp­ur eru að sam­ein­ast var Mar­grét aðdrátt­ar­laus í svör­um og sagði „nei“ spurð um hvort það komi til greina. Styrk­leik­ar Nova séu að veita topp þjón­ustu í síma og in­ter­neti. Magnús bætti því við að sam­keppn­in er­lend­is frá sé að aukast og þau sjái ekki hag sinn í því að keppa við stór­ar sam­steyp­ur eins og Disney eða Net­flix en séu aft­ur á móti þjón­ustuaðili fyr­ir slíka afþrey­ingu í gegn­um in­ter­net.

Geðheilsu­her­ferðin í upp­á­haldi

Nova er eitt fyr­ir­ferðamesta markaðsfyr­ir­tæki lands­ins og hef­ur staðið fyr­ir fjölda aug­lýs­inga­her­ferða sem vakið hafa at­hygli í gegn­um tíðina. Aðspurð seg­ir Mar­grét að geðheilsu­her­ferð fyr­ir­tæk­is­ins sé henni kær­ust í sinni tíð hjá fyr­ir­tæk­inu en síðastliðin þrjú ár hef­ur Nova boðið upp á 50 mín sál­fræðiviðtöl hjá Mín líðan í gegn­um app fyr­ir­tæk­is­ins.

Hægt er að hlusta á þætt­ina hér fyr­ir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK