Snúin staða stjórnar Festar

Festi sendi frá sér tilkynningu um að forstjóri félagsins hefði …
Festi sendi frá sér tilkynningu um að forstjóri félagsins hefði kosið að láta af störfum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Fest­ar gæti verið í snú­inni stöðu verði krafa hóps hlut­hafa í fé­lag­inu um hlut­hafa­fund að veru­leika. Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær hef­ur hóp­ur hlut­hafa rætt það sín á milli að óska eft­ir hlut­hafa­fundi vegna óánægju með þá ákvörðun stjórn­ar að víkja Eggert Þór Kristó­fers­syni úr starfi for­stjóra í síðustu viku. Í til­kynn­ingu sem senda var Kaup­höll á miðviku­dag í síðustu viku kom fram að Eggert Þór hefði sjálf­ur sagt upp störf­um, en eins og greint var frá í ViðskiptaMogga á miðviku­dag var það ákvörðun stjórn­ar að víkja hon­um úr starfi, þó þannig að hann myndi starfa út júlí­mánuð.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var það sam­eig­in­leg niðurstaða stjórn­ar og for­stjóra að út­færa upp­sögn­ina með þeim hætti. Sú ákvörðun hef­ur þó dregið þann dilk á eft­ir sér að bæði Morg­un­blaðið og Viðskipta­blaðið hafa greint frá því að Eggerti Þór hafi verið sagt upp störf­um. Frétta­flutn­ingi blaðanna af mál­inu hef­ur ekki verið mót­mælt.

Fari svo að hlut­hafa­fund­ur verði hald­inn, er stjórn fé­lags­ins engu að síður bund­in af því sem búið er að til­kynna til Kaup­hall­ar. Sam­kvæmt því þarf stjórn­in að til­kynna hlut­höf­um sem sækja fund­inn, að málið sé svona í pott­inn búið og að Eggert Þór hafi sjálf­ur sagt upp störf­um. Þó verður að telj­ast ólík­legt að þeir sem sér­stak­lega óska eft­ir hlut­hafa­fundi sætti sig við þau svör.

Ef stjórn­in hins veg­ar upp­lýs­ir um önn­ur máls­at­vik þarf hún um leið að viður­kenna að fyrr­nefnd til­kynn­ing til Kaup­hall­ar­inn­ar hafi verið röng eða vill­andi. Fyr­ir stjórn í skráðu fé­lagi er slíkt nær ógjörn­ing­ur enda myndi það kalla á viðbrögð fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabank­ans. Í gær­kvöldi var greint frá því á vef Viðskipta­blaðsins að Kaup­höll­in hefði málið til skoðunar.

Rétt er að taka fram að enn hef­ur ekki verið kallað til hlut­hafa­fund­ar, enda þurfa eig­end­ur 10% hluta fé­lags­ins að óska eft­ir því. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er mikið þrýst á þá 13 líf­eyr­is­sjóði sem eiga hlut í fé­lag­inu að styðja við beiðni um hlut­hafa­fund, enda myndi þátt­taka þeirra flýta fyr­ir þeirri ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK