Hafa áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu

Frá fundi þar sem ákvörðun fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands var kynnt …
Frá fundi þar sem ákvörðun fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands var kynnt í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu til framtíðar. Ekki endilega að við séum farin að sjá óhóflega skuldsetningu núna, alla vega ekki að meðaltali en þess er farið að gæta í ákveðnum hópum, sérstaklega mögulega hjá fyrstu kaupendum.“

Þetta sagði  Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns fjármálastöðuleikanefndar, við yfirferð sína á ákvörðun fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands frá því í morgun þar sem meðal annars var ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent.

Munu fyrstu kaupendur því þurfa að geta lagt úr 15 prósent af kaupverði fasteignar í útborgun.

Ekki að reyna að hafa áhrif á húsnæðisverð

„Við erum ekki með aðgerðum okkar með beinum hætti að reyna að hafa áhrif á húsnæðisverð. Við erum ekki í því hlutverki í fjármálastöðuleikanefnd – aðgerðirnar verða að skoðast í því ljósi. En auðvitað væntum við þess að að geti haft hliðaráhrif í húsnæðisverðið og þar af leiðandi minni skuldsetning,“ sagði Gunnar enn frekar. 

Bent er sérstaklega á að fyrstu kaupendur eru fyrirferðamiklir á markaði og vænta megi stórra árganga sem eru að flytja að heiman. Áfram heldur sölutími íbúðarhúsnæðis að lækka – og  seljast margar eignir sem settar eru á skrá samdægurs. Þá er gert ráð fyrir að framboð á nýbyggingum á markaði muni dragast saman á þessu ári.

Gunnar bendir einnig á að flestar lánastofnanir veita að hámarki lán til 85 prósent veðsetningar nú þegar og að hærri lán séu að eins veitt undantekningatilfellum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK