Sér mikil tækifæri á norðurslóðum

Benedikt Gíslason bankastjóri Aroin banka.
Benedikt Gíslason bankastjóri Aroin banka.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segist sjá mikil tækifæri á norðurslóðum og það hafi komið honum á óvart hve gríðarlega ríkt svæðið er af auðlindum.

Þetta sagði hann í erindi sínu á fundi Viðskiptaráðs í morgun um samkeppnishæfni Íslands.

„Ég held að Trump hafi verið að grínast þegar hann sagðist vilja kaupa Grænland en staðreyndin er sú að á Grænlandi eru einhverjar auðugustu námur og málmar að finna sem ekki hafa verið unnir hingað til.

Sérstaklega á þetta við um sjaldgæfa málma, þriðjungur allra slíka málma er að finna í Grænlandi,“ segir Benedikt og bætir því við að framleiðsla á slíkum málmum sé mikilvæg fyrir varnarmál Vesturríkja þar sem Kínverjar framleiða um 90% allra sjaldgæfra málma.

F-16 herþota Bandaríkjahers. Mynd úr safni.
F-16 herþota Bandaríkjahers. Mynd úr safni. AFP

„Þessa málma þarf að nota í orkuskiptin, þessa málma þarf líka að nota í til að mynda orrustuflugvélar Bandaríkjamanna, þar eru 700 kíló af svona málmum í einni slíkri vél.“

Hann telur að á næstu áratugum verði ofsaleg uppbygging á námuvinnslu á Grænlandi.

„Það er mikið hagsmuna mál fyrir vestrænar þjóðir að það fari fram á þeirra forsendum og með þeirra þátttöku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK