Vill auka aðgengi erlendra fjárfesta

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Ljósmynd/ Birgir Ísleifur Gunnarsson

„Við þurfum að fara yfir þetta á mjög skilvirkan og kerfisbundinn hátt, hvernig við drögum úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar.“

Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem rætt var um nýja úttekt IMD-viðskipta­há­skól­ans í Sviss á sam­keppn­is­hæfni ríkja.

Hún sagði bæði innlent og erlent fjármagn vera hreyfiafl framfara og án þess væri ekki hægt gera mikið.

Meginástæða þess að bein erlend fjárfesting hérlendis hefur verið lítil að sögn Lilju er vegna hve fábreyttar útflutningsgreinar Íslands eru.

Á verri stað en fyrir fimm árum

„Um leið og við förum að kynna þessar greinar betur og opna fyrir fjárfestingu þá munum við taka mjög stórt stökk upp á við og ég er með ákveðnar hugmyndir um það hvernig við getum lagað þá umgjörð sem við höfum verið að móta á síðustu fimm árum sem hefur kannski sett okkar á verri stað,“ sagði Lilja.

Hún sagði einnig að mikilvægt væri að aðstoða þær greinar sem ganga vel og þannig væri hægt að mynda hlutfallslega yfirburði í ákveðnum greinum, þó þurfi að aðgreina og telur hún nauðsynlegt að íslenskar auðlindir verða áfram í íslensku eignarhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka