Alvotech skráð á markað vestanhafs

Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech.
Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech.

Hlutabréf Alvotech verða tekin til viðskipta í Nasdaq-kauphöllinni í New York í dag við opnun markaðar. Til að fagna skráningunni mun Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja kauphallarbjöllunni í New York og þar með opna fyrir viðskipti dagsins.

Bréfin verða skráð undir auðkenninu ALVO og áskriftarréttindi undir ALVOW. Bréf Alvotech verða tekin til viðskipta á íslenska First North markaðinum 23. júní. Alvotech lauk í gær samruna sínum við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquistion Corp. II.

Þegar bréf félagsins verða tekin til viðskipa hérlendis, eins og áður var nefnt, verður fyrirtækið fyrsta íslenska fyrirtækið til þess vera með bréf sín samtímis til viðskipta á Íslandi og í Bandaríkjunum.

„Söguleg stund í vaxtaferli Alvotech“

Alvotech verður einnig eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan markað að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

„Skráning á markað er söguleg stund í vaxtarferli Alvotech,“ segir Róbert Wessman í tilkynningu. „Við teljum að með þessu skrefi náum við að efla stöðu okkar á markaði fyrir líftæknihliðstæðulyf og veita samstarfaðilum okkar og sjúklingum um allan heim enn betri þjónustu.“  

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim og stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á þeim markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK