Gagnrýna stækkun útboðs Nova

Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Sú ákvörðun að stækka hluta­fjárút­boð Nova eft­ir að því lauk vek­ur upp áleitn­ar spurn­ing­ar, þá sér­stak­lega af því að eft­ir­spurn­in í útboðinu var vart til þess fall­in að gefa til­efni fyr­ir stækk­un þess.

Þetta seg­ir Hörður Ægis­son, rit­stjóri Inn­herja á vís­ir.is í nýj­asta þætti hlaðvarps Þjóðmála, þar sem hann og Stefán Ein­ar Stef­áns­son, fv. frétta­stjóri viðskipta á Morg­un­blaðinu, ræddu um stöðu mála í hag­kerf­inu – og þar á meðal ný­leg útboð í Ölgerðinni og Nova.

Í útboði Nova lág fyr­ir að selja um 37-45% hlut í fé­lag­inu, á geng­inu 5,11 kr. á hlut. And­virði söl­unn­ar gat því verið á bil­inu 7,2 – 8,7 millj­arðar króna. Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn PT Capital var stærsti eig­andi fé­lags­ins og ljóst var að sjóður­inn vildi með útboðinu losa um hlut sinn.

Í hlaðvarpsþætti Þjóðmála kem­ur fram að heild­ar­eft­ir­spurn eft­ir bréf­um í Nova tæp­lega tvö­föld að loknu útboði. Eft­ir­spurn­in í til­boðsbók A, sem stóð minni fjár­fest­um til boða, var rúm­lega þreföld, en í til­boðsbók B, sem var ætluð stærri fjár­fest­um, var hún rétt rúm­lega ein­föld. Því sé ljóst að stærri fjár­fest­ar, þar á meðal líf­eyr­is­sjóðir, hafi sýnt útboðinu lít­inn áhuga sem meðal ann­ars fól það í sér að bréf úr til­boðsbók B voru seld á sama gengi og í til­boðsbók A. Það er til að mynda ólíkt því sem átti sér stað í ný­legu útboði Ölgerðar­inn­ar, þar sem bréf úr til­boðsbók B voru seld á hærra gengi til stærri fjár­festa vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar.

„Það er engu að síður ákveðið að stækka útboðið með því að troða þess­ari um­fram­eft­ir­spurn ofan í al­menn­ing,“ seg­ir Hörður í þætt­in­um og bæt­ir við að það veki furðu að tek­in hafi verið ákvörðun um að stækka útboðið með þess­um hætti.

„Maður ótt­ast það til lengri tíma að þetta hafi skaðleg áhrif á traust al­menn­ings í garð markaðar­ins, þegar vinnu­brögðin eru með þess­um hætti,“ seg­ir hann jafn­framt. Þá hafi ráðgjafi útboðsins, sem í þessu til­viki var Ari­on banki, átt að grípa í taum­ana.

Stefán Ein­ar nefn­ir í þætt­in­um að það hafi í nokk­urn tíma verið uppi vanga­velt­ur um verðlagn­ingu fjar­skipta­fé­laga á markaði en Sím­inn og Sýn, sem bæði eru skráð á markað, hafa hækkað nokkuð eft­ir að hafa selt frá sér innviði. Aft­ur á móti hafi marg­ir talið verðlagn­ingu Nova of háa í fyrr­nefndu útboði.

Þá eru þeir sam­mála um að mikla þátt­töku al­menn­ings megi rekja til vel útboða í Ölgerðinni og þar áður í Íslands­banka og í Síld­ar­vinnsl­unni, þar sem bréf­in hækkuðu nokkuð við skrán­ingu. Ástæðuna fyr­ir þeim hækk­un­um megi meðal ann­ars rekja til þess að stór­ir fjár­fest­ar vildu auka við hlut sinn við skrán­ingu og því hafi verið virk­ur eft­ir­markaður með bréf­in. Aft­ur á móti sé það ósenni­legt hvað Nova varðar miðað við þátt­töku stærri fjár­festa í útboðinu.

Hægt er að hlusta á þátt­inn hér fyr­ir neðan og á öll­um helstu streym­isveit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK