Verkföll og skortur á starfsfólki plaga flugfélög og flugvelli í Evrópu

Flugþjónar Ryanair hafa hótað því að fara í verkfall í …
Flugþjónar Ryanair hafa hótað því að fara í verkfall í sumar. AFP

Töluverðar raskanir hafa orðið á starfsemi flugvalla og flugfélaga víða í Evrópu að undanförnu og er útlit fyrir áframhaldandi truflanir í sumar. Er starfsfólk óánægt með kjör sín og aðbúnað og hótar verkföllum.

Þannig hyggst starfsfólk á innritunarborðum British Airways á Heathrow-flugvelli leggja niður störf í júlí til að mótmæla því að launaskerðing sem það þurfti að þola í kórónuveirufaraldrinum hefur ekki gengið til baka að fullu. Þá hafa öryggisverðir á flugvellinum í Brussel boðað verkfall í dag og ætla flugmenn Brussels Airlines að gera slíkt hið sama dagana 23. til 25. júní.

Veruleg röskun gæti orðið á starfsemi Ryanair síðar í sumar því stéttarfélög flugþjóna í Ítalíu, Frakklandi, Portúgal, Belgíu og Spáni hóta verkfalli ef flugfélagið bregst ekki við kröfum þeirra um bætt vinnuskilyrði, að því er Reuters greinir frá.

Fyrr í þessum mánuði þurfti að fella niður 25% flugferða til og frá Charles de Gaulle-flugvelli í París eftir að starfsfólk flugvallarins fór í eins dags verkfall til að krefjast 300 evra launahækkunar og betri vinnuskilyrða. Hefur annað verkfall verið boðað 2. júlí.

Þá gætu um 1.000 flugmenn SAS í Danmörku, Noregi og Svíþjóð farið í verkfall síðar í þessum mánuði vegna óánægju þeirra með laun sín og niðurskurðaraðgerðir flugfélagsins.

Töluverðrar manneklu gætir hjá mörgum flugvöllum í álfunni og á t.d. enn eftir að manna um 20% af stöðum í flugafgreiðslu, öryggisvörslu og innritun hjá þýskum flugvöllum en á Charles de Gaulle- og Orly-flugvöllunum í París þarf að fylla a.m.k. 4.000 lausar stöður. Eykur það á vanda flugvallanna að störfin sem um ræðir eru oft líkamlega krefjandi, þykja ekki mjög vel borguð, og ferðalagið á vinnustaðinn er langt fyrir marga. Að auki getur þjálfun og örygisvottun flugvallarstarfsmanna tekið nokkra mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK