Hlutabréf Nova lækka um tæp 10%

Nova réðst í útboð á dögunum.
Nova réðst í útboð á dögunum. Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Hlutabréf Nova hafa lækkað um tæp 10% frá því að Kauphöllin opnaði í morgun. Gengið stendur nú í 4,6 krónum en útboðsgengi bréfanna var 5,11 krónur. Bréf Nova voru tekin til viðskipta nú fyrst í dag. 

Velta bréfanna á fyrstu fimmtán mínútum viðskiptadagsins nam tæplega 350 milljónum króna.

Ákvörðun félagsins um að stækka útboðið hefur verið gagnrýnd í fjölmiðlum. Upphaflega var lagt upp með að selja 37% hlut í fyrirtækinu en útboðið var síðar stækkað í 45% hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK