Kellogg skiptir upp rekstrinum

Markaðsvirði Kellog nemur tæpum 23 milljörðum dala.
Markaðsvirði Kellog nemur tæpum 23 milljörðum dala. AFP

Kellogg, einn stærsti morgunkornsframleiðandi heims, tilkynnti í morgun að rekstri fyrirtækisins yrði skipt upp í þrjú sjálfstæð fyrirtæki. Hlutabréfaverð fyrirtækisins hækkaði um 4% við þessar fréttir.

Nýju fyrirtækin eiga að heita Global Snacking Company, North America Cereal Company og Plant Company. Nöfnunum verður breytt ef bandarísk yfirvöld samþykkja áætlanir félagsins.

Global Snacking Company mun sjá um sölu á snakki, millimálum og frosnum morgunverðarvörum. North American Cereal Company mun sjá um sölu morgunkorns í Norður-Ameríku eins og nafnið gefur til kynna. Plant Company mun einblína á þróun og sölu matvæla úr plöntuafurðum.

Fyrirtækið stefnir á það að skipting rekstrarins taki gildi á seinni hluta næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka