Skýrslu um bankasöluna seinkar

mbl.is/Kristinn Magnússon

Skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka seinkar en hún verður ekki tilbúin fyrir lok júní, að því er Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi greinir frá í samtali við Fréttablaðið

Upphaflega hafði verið stefnt að því að skýrslan yrði kláruð í júnímánuði og sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í síðustu viku að hún byggist við skýrslunni í lok mánaðar.

Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.

Þingi var frestað í síðustu viku en kalla á Alþingi saman til framhaldsfundar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar berst. 

Guðmundur á von á því að skýrslan verði klár fyrir verslunarmannahelgi.

Sala ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka mætti mikilli gagnrýni á sínum tíma og var henni m.a. mótmælt nokkrum sinnum á Austurvelli. Þá lét stjórnarandstaðan í sér heyra vegna þeirra. Lagði ríkisstjórnin Bankasýslu ríkisins niður í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK