Viðskipti með hlutabréf NOVA hefjast í dag

Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Viðskipti með hlutabréf fjarskiptafyrirtækisins Nova á aðalmarkaði Nasdaq hefjast í dag. Félagið er 46. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár.

„Nova er leiðandi í farsímaþjónustu á Íslandi með 33% markaðshlutdeild og 60% af gagnanotkun í gegnum farsímakerfi í landinu. Helstu viðskiptavinir Nova eru einstaklingar, heimili og framsækin, smá og meðalstór fyrirtæki á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Nova.

„Slagorð Nova „Stærsti skemmtistaður í heimi“ er lýsandi fyrir menningu fyrirtækisins, sem endurspeglast í starfsanda fyrirtækisins og hvetur til nýsköpunar. Í þrettán ár í röð hefur Nova skorað hæst á meðal keppinauta á markaðnum, þegar kemur að ánægju viðskiptavina.“

Í tilkynningunni er haft eftir Margréti Tryggvadóttur, forstjóra og skemmtanastjóra NOVA, að starfsfólk fyrirtækisins sé spennt fyrir þessum nýja kafla.

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Ljósmynd/Gunnar Svanberg

„Við erum afskaplega þakklát fyrir viðtökurnar í hlutafjárútboðinu og bjóðum alla nýja hluthafa hjartanlega velkomna í Nova Klúbbinn, stærsta skemmtistað í heimi,“ er haft eftir Margréti. 

Í tilkynningunni segir að Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, bjóði Nova velkomið á aðalmarkaðinn. 

„Við óskum öllum hjá Nova innilega til hamingju og hlökkum til að styðja við þau á nýrri vegferð.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK