Dýrkeypt ef við missum stjórn á verðbólgunni

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl/Arnþór Birkisson

Ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabanka Íslands um að hækka stýri­vexti um eina pró­sentu kom Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, ekki á óvart.

„Þetta var í takt við vænt­ing­ar grein­ing­ar- og markaðsaðila,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín og bæt­ir við að þegar síðasta vaxta­ákvörðun var kynnt hafi verið gefið sterkt til kynna að frek­ari hækk­ana væri að vænta.

„Það blas­ir við að hækk­un­ar­takt­ur hús­næðis­verðs er ennþá mjög mik­ill. Á sama tíma sjá­um við að það mæl­ist um­tals­verður skort­ur á starfs­fólki. Það sem veld­ur mér mest­um áhyggj­um er að verðbólg­an er að fara vax­andi á breiðum grunni, sem þýðir að all­ir und­irliðir verðbólg­unn­ar hafa verið að hækka. Það sem bank­inn er að reyna að slá á er að verðbólgu­vænt­ing­ar eru að aukast,“ grein­ir Hall­dór frá.

Hann seg­ir það vega á móti að efna­hags­leg­ar vænt­ing­ar heim­ila og fyr­ir­tækja fara dalandi sök­um þess að óvissa blas­ir við í viðskiptaum­hverf­inu, ekki síst vegna eft­ir­mála Covid-19 og stríðsátaka í Úkraínu.

„Við túlk­um þetta með þeim hætti að bank­inn sé að stíga stórt skref núna í þeirri trú að það hafi bein áhrif á verðbólgu­vænt­ing­ar sem þýðir að bank­inn þurfi ekki að taka jafn af­ger­andi skref síðar í vaxta­hækk­un­ar­ferl­inu.“

Hall­dór Benja­mín bend­ir á að kjaraviðræður séu framund­an og að verðbólga gagn­ist eng­um. Hún sé óvin­ur heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu. Að því leyt­inu fari hags­mun­ir fari hags­mun­ir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og viðsemj­enda sam­an, eins og í lang­flest­um mál­um.

„Hags­mun­ir lands­manna allra eru að ná tök­um á verðbólg­unni vegna þess að það verður okk­ur öll­um dýr­keypt ef við miss­um stjórn á henni eins og við þekkj­um svo vel úr hag­sögu und­an­far­inn ára­tuga.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK