Hagar hækka afkomuspá fyrir árið

Betri afkoma Olís hefur jákvæð áhrif á móðurfélagið Haga.
Betri afkoma Olís hefur jákvæð áhrif á móðurfélagið Haga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hag­ar hafa hækkað af­skomu­spá sína fyr­ir árið um 300 millj­ón­ir króna. Fé­lagið ger­ir nú ráð fyr­ir því að EBITDA af­koma sam­stæðu Haga fyr­ir yf­ir­stand­andi rekstr­ar­ár verði á bil­inu 10,2 – 10,7 milljðarðar króna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu fé­lags­ins til Kaup­hall­ar síðdeg­is í dag. Upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs Haga, sem tel­ur frá 1. mars til 31. maí, verður birt 30. júní nk., en sam­kvæmt drög­um að upp­gjör­inu verður EBITDA af­koma fé­lags­ins um­fram áætlan­ir. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni má fyrst og fremst rekja það til betri af­komu hjá Olís.

Fé­lagið ger­ir ráð fyr­ir að EBITDA af­koma á fyrsta árs­fjórðungi verði um 2,6-2,7 millj­arðar króna, en var hann var á sama tíma í fyrra tæp­ir 2,3 millj­arðar króna.

Frosti Ólafs­son tók við sem fram­kvæmda­stjóri Olís árið 2021 og gegn­ir því starfi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK