Heimilin fá verðbólguna ekki „beint í fangið“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Heim­il­in í land­inu hafa burði til að tak­ast á við þær vaxta­hækk­an­ir sem hafa verið und­an­farið, sem og verðbólg­una. Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri þegar stýri­vaxta­hækk­un bank­ans um eina pró­sentu var kynnt í morg­un.

Hann sagði heim­il­in enn vera í plús. Þau hafi aldrei verið bet­ur fjár­mögnuð og aldrei verið með meira eigið fé. Hann nefndi að verðbólg­an hafi ekki lent af full­um þunga á þeim sem tóku nafn­vaxtalán.

„Verðbólgu­skell­ur­inn hef­ur komið miklu minna fram hjá þeim heim­il­um sem hafa verið með nafn­vexti en þeim sem hafa verið með verðtryggð lán. Þetta er í fyrsta skipti í ára­tugi að heim­il­in fá ekki verðbólg­una beint í fangið,“ sagði Ásgeir, sem tók þó fram að verðbólg­an kæmi fólki mjög illa og æti upp kaup­mátt­inn.

Mik­il áhrif frá fast­eigna­markaði

 Hann sagði Seðlabank­ann hafa þær skyld­ur við heim­il­in að halda verðbólg­unni niðri og það ætli bank­inn sér að gera. Hann sagði mik­il læti hafa verið á fast­eigna­markaði, þar sem færi sam­an skort­ur á fram­boði og gríðarleg fjölg­un fólks á vinnu­markaði með stór­um ung­um kyn­slóðum. Þær komi einnig inn á fast­eigna­markaðinn. „Þá fáum við þessa verðbólgu til­tölu­lega skarpt inn,“ sagði hann og benti á að fast­eigna­markaður­inn legði mjög mikið til verðbólg­unn­ar. Um leið og fast­eigna­verð hætti að hækka, sé grund­völl­ur fyr­ir „til­tölu­lega hraðri verðbólgu­hjöðnun“.

„Við telj­um mik­il­vægt að bregðast fljótt við og af ákveðni þannig að við get­um náð verðbólg­unni niður,“ sagði hann um vaxta­ákvörðun bank­ans og talaði um að vext­irn­ir lækki aft­ur um leið og verðbólg­an hjaðni.

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, á fundinum.
Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu, á fund­in­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu, bætti við að staða heim­il­anna væri mjög góð. „Kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna og kaup­mátt­ur launa hafa verið að aukast. Það er mjög ánægju­legt og mjög gott.“

Hún sagði að sú breyt­ing hefði orðið frá síðasta fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar að verðbólgu­vænt­ing­ar heim­ila og fyr­ir­tækja hafi hækkað. Við því hafi þurft að bregðast.

Eng­ar launa­hækk­an­ir fyr­ir framtíðar­verðbólgu

Ásgeir sagði eng­ar fleiri samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir vera út þetta árið, sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ingn­um, sem sé gott. „En það er ekk­ert ólík­legt að það byrji launa­skrið í þeim grein­um þar sem er mik­ill skort­ur, eins og í bygg­ing­ariðnaðinum.“

Bætti hann við að Seðlabank­inn búi, með vaxta­ákvörðun sinni, í hag­inn fyr­ir næstu kjara­samn­inga. Bank­inn geti sýnt fram á það að hann ætli að ná niður verðbólgu „með hörðum aðgerðum til að aðilar vinnu­markaðar­ins sjái að það þurfi ekki að heimta launa­hækk­an­ir fyr­ir framtíðar­verðbólgu“.

Launaskrið gæti byrjað í byggingariðnaðinum, að mati seðlabankastjóra.
Launa­skrið gæti byrjað í bygg­ing­ariðnaðinum, að mati seðlabanka­stjóra. mbl.is/​Golli

„Það skipt­ir máli þegar samið er um laun í þessu landi að aðilar vinnu­markaðar­ins geri sér grein fyr­ir því að við erum ekki að fara að láta verðbólg­una halda áfram,“ sagði hann og bætti við að aðilar vinnu­markaðar­ins ættu að geta sest niður og „samið um krón­ur sem hafi raun­veru­legt virði. Ekki krón­ur sem verða étn­ar upp af verðbólgu“.

 Ásgeir sagði Seðlabank­ann starfa fyr­ir vinn­andi fólk og að vinnu­markaður­inn kæm­ist í upp­nám ef hann leyfði verðbólg­unni að halda áfram. „Miðað við hvað fast­eigna­verð hef­ur hækkað, vor­kenni ég verk­tök­um ekki að borga hærri vexti. Miðað við hvað sölu­verð hef­ur hækkað á fast­eign­um.“

Fagn­ar skref­um banda­ríska seðlabank­ans

Hann minnt­ist einnig á er­lend áhrif og sagði hús­næðis­verð fara hækk­andi alls staðar ann­ars staðar. Einnig hafi orku­verð hækkað er­lend­is, sem komi Íslandi síður við. „Við fögn­um mjög þeim skref­um sem banda­ríski seðlabank­inn hef­ur tekið til að tak­ast á við verðbólgu. Við lít­um svo á að við séum þátt­tak­end­ur í alþjóðlegu átaki til að ná tök­um á verðbólgu,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK