Launakjörin opin öllum

Vignir og Guðrún byggja á reynslu úr störfum sínum hjá …
Vignir og Guðrún byggja á reynslu úr störfum sínum hjá CCP og Tempo.

Öll kjör og virði kauprétta sprota­fyr­ir­tæk­is­ins Outcome eru opin og aðgengi­leg öll­um að skoða. Til dæm­is má sjá í aug­lýs­ingu á heimasíðu fé­lags­ins að fram­enda­for­rit­ari í sér­fræðings­hlut­verki fær 907 þúsund krón­ur í laun á mánuði. Viðkom­andi fær einnig kauprétt að and­virði 80.750 banda­ríkja­dala, eða sem sam­svar­ar 95% árs­launa.

Vign­ir Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að gagn­sæið sé hluti af dyggðum fyr­ir­tæk­is­ins.

Sjóður og engla­fjár­fest­ar

Outcome er ungt fyr­ir­tæki, stofnað fyr­ir um ári. Þrátt fyr­ir það er fé­lagið komið með þónokk­urt fé til rekstr­ar­ins. Þar á meðal er fjár­fest­ing frá fjór­um engla­fjár­fest­um og 50 millj­ón­ir úr Tækniþró­un­ar­sjóði.

Til­gang­ur Outcome er að sögn Vign­is að auka skil­virkni fyr­ir­tækja þegar þau vaxa. 

Vign­ir seg­ir að fram­sæk­in fyr­ir­tæki í dag hafi sagt skilið við miðstýr­ingu fárra stjórn­enda. Hann seg­ir að slík stýr­ing skalist illa upp þegar teym­um fjölg­ar.

Ný teg­und teymis­kerf­is

Til að styðja við þessa umbreyt­ingu vinn­ur Outcome að nýrri teg­und teymis­kerf­is.

„Þegar við fór­um að rann­saka þetta bet­ur kom í ljós að það eru mörg tæknifyr­ir­tæki í sam­bæri­leg­um vanda­mál­um varðandi ut­an­um­hald um aukið sjálfræði teyma,“ seg­ir Vign­ir að lok­um.

Lestu ít­ar­legri um­fjöll­un í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK