Launakjörin opin öllum

Vignir og Guðrún byggja á reynslu úr störfum sínum hjá …
Vignir og Guðrún byggja á reynslu úr störfum sínum hjá CCP og Tempo.

Öll kjör og virði kauprétta sprotafyrirtækisins Outcome eru opin og aðgengileg öllum að skoða. Til dæmis má sjá í auglýsingu á heimasíðu félagsins að framendaforritari í sérfræðingshlutverki fær 907 þúsund krónur í laun á mánuði. Viðkomandi fær einnig kauprétt að andvirði 80.750 bandaríkjadala, eða sem samsvarar 95% árslauna.

Vignir Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að gagnsæið sé hluti af dyggðum fyrirtækisins.

Sjóður og englafjárfestar

Outcome er ungt fyrirtæki, stofnað fyrir um ári. Þrátt fyrir það er félagið komið með þónokkurt fé til rekstrarins. Þar á meðal er fjárfesting frá fjórum englafjárfestum og 50 milljónir úr Tækniþróunarsjóði.

Tilgangur Outcome er að sögn Vignis að auka skilvirkni fyrirtækja þegar þau vaxa. 

Vignir segir að framsækin fyrirtæki í dag hafi sagt skilið við miðstýringu fárra stjórnenda. Hann segir að slík stýring skalist illa upp þegar teymum fjölgar.

Ný tegund teymiskerfis

Til að styðja við þessa umbreytingu vinnur Outcome að nýrri tegund teymiskerfis.

„Þegar við fórum að rannsaka þetta betur kom í ljós að það eru mörg tæknifyrirtæki í sambærilegum vandamálum varðandi utanumhald um aukið sjálfræði teyma,“ segir Vignir að lokum.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK