Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um eina pró­sentu. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 4,75%. Þeir hafa ekki verið hærri í rúm fimm ár.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabanka Íslands. 

Er hækk­un­in enn meiri en hag­fræðideild Lands­bank­ans hafði spáð en deild­in spáði 0,75% hækk­un. 

Kynn­ing á hækk­un­inni fer fram klukk­an hálf tíu nú fyr­ir há­degi og verður hún sýnd í beinu streymi hér á mbl.is.

Tveggja pró­senta hækk­un á tæp­um tveim­ur mánuðum

Síðast voru stýri­vext­ir hækkaðir 4. maí síðastliðinn og þá voru þeir einnig hækkaðir um eina pró­sentu. Var það mesta hækk­un stýri­vaxta sem hafði verið fram­kvæmd frá hruni.

„Sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um þjóðhags­reikn­inga var nokkru meiri hag­vöxt­ur á fyrsta fjórðungi árs­ins en gert var ráð fyr­ir í maí­spá Pen­inga­mála. Vís­bend­ing­ar eru jafn­framt um að þrótt­ur inn­lendra um­svifa verði áfram kröft­ug­ur og hlut­fall fyr­ir­tækja sem segj­ast skorta starfs­fólk hef­ur ekki mælst hærra frá ár­inu 2007. Á móti veg­ur að vænt­ing­ar bæði heim­ila og fyr­ir­tækja um efna­hags­fram­vind­una hafa held­ur dalað og tölu­verð óvissa er um alþjóðleg­ar efna­hags­horf­ur,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar.

Lík­legt að herða þurfi taum­haldið enn frek­ar

Þar kem­ur fram að bætt hafi í verðbólg­una í maí en hún mæld­ist 7,6%. Þá vegi hækk­un hús­næðis­verðs og annarra inn­lendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöru­verð hef­ur hækkað mikið. Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að verðhækk­an­ir séu á breiðum grunni og að und­ir­liggj­andi verðbólga hafi auk­ist. Sömu­leiðis hafa verðbólgu­vænt­ing­ar hækkað á flesta mæli­kv­arða og eru þær yfir verðbólgu­mark­miði.

„Pen­inga­stefnu­nefnd tel­ur lík­legt að herða þurfi taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar enn frek­ar til að tryggja að verðbólga hjaðni í mark­mið inn­an ásætt­an­legs tíma. Pen­inga­stefn­an mun á næst­unni ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verðbólgu og verðbólgu­vænt­inga. Ákvarðanir í at­vinnu­lífi, á vinnu­markaði og í rík­is­fjár­mál­um munu skipta miklu um hversu hátt vext­ir þurfa að fara.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK