Viðskiptahraðall um hringrásarhagkerfið, Hringiða, fór fram á Edition-hótelinu í vikunni, þar sem gestir hlýddu á viðskiptakynningar sprotafyrirtækjanna í Hringiðu.
Þau voru Álvit, e.l., Snerpa Power, Sidewind, Plogg-in, Ýmir Technologies og GreenBytes. Sprotafyrirtækin sjö sem valin voru verða nú í stakk búin að sækja um Evrópustyrki LIFE-áætluninnar.
Viðskiptahraðallinn byggist á alþjóðlegri fyrirmynd og felur í sér skipulagða fundi með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum.