Ekki von á mikilli fjárfestingu í ferðaþjónustu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Seðlabanka­stjóri tel­ur ekki víst að ferðaþjón­ust­an muni sækja mikið af auknu láns­fé á kom­andi árum til frek­ari upp­bygg­ing­ar. Í viðtali í Dag­mál­um í dag seg­ir hann mögu­legt að aft­ur geti komið bak­slag í grein­inni.

    „Það get­ur komið bak­slag í þetta aft­ur. Það er ekki ólík­legt að banda­ríski seðlabank­inn verði að þrýsta hag­kerf­inu í hálf­gerða niður­sveiflu til að ná tök­um á verðbólg­unni. Þá minnk­ar ferðavilj­inn.“

    Náði vopn­um sín­um furðufljótt

    Hann seg­ir að eigið fé grein­ar­inn­ar hafi þurrk­ast upp í far­aldr­in­um og það hafi gerst eft­ir mikið fjár­fest­ing­ar­skeið.

    „Það var lagt í mikl­ar fjár­fest­ing­ar, t.d. í hót­el­um og eins og ég skil stemn­ing­una þá verður ekki endi­lega meira byggt, þ.e. að grein­in muni ekki taka endi­lega til sín meira láns­fé [...] síðustu tvö ár voru erfið fyr­ir ferðaþjón­ustuaðila. Allt eigið fé þurrkaðist upp og það tek­ur tíma fyr­ir þá að vinna það upp. Mögu­lega þarf nýtt eigið fé.

    Hann bend­ir þó á að ferðaþjón­ust­an hafi náð vopn­um sín­um furðufljótt eft­ir að allt lamaðist í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

    „Núna í maí, með komu er­lendra ferðamanna þá erum við kom­in í 90% af því sem var 2019. Það var að vísu eft­ir fall WOW en um 70% af því sem var fyr­ir fall WOW. Ferðaþjón­ust­an er því að koma ótrú­lega hratt til baka. Ísland er nokk­urn veg­inn upp­selt, eða það er það sem maður heyr­ir. Það er ekki séns að fá bíla­leigu­bíl og hót­el­her­bergi eru uppseld. Þetta er að koma til okk­ar.“

    Viðtalið við Ásgeir er hægt að nálg­ast í heild sinni hér:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK