Engin tenging er á milli fyrirtækjanna Gluggasmiðjunnar í Hafnarfirði og Kamba, að því er fram kemur í tilkynningu síðarnefnds fyrirtækisins.
Tilefnið er frétt þar sem tilkynnt var um sameiningu fjögurra byggingarfyrirtækja undir nafnið Kambar en í hópi fyrirtækjanna má finna Gluggasmiðjuna Selfossi.
„Gluggasmiðjan sem fyrirtæki var skipt upp fyrir nokkrum árum í tvö fyrirtæki. Sölu og innflutningsfyrirtæki sem starfar í Hafnarfirðiog svo Gluggasmiðjan Selfossi sem var framfleiðslufyrirtæki og framleiddi glugga og hurðir.
Rekstur Gluggasmiðjunar Selfoss var keyptur í lok árs 2021 og sameinað við Kamba en engin tengsl eru, eða hafa nokkrtíma verið, við eigendur eða rekstraraðila Gluggasmiðjunnar í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu Kamba.