Enn dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi á Suðurnesjum lækkaði um heilt prósentustig milli mánaða. Í …
Atvinnuleysi á Suðurnesjum lækkaði um heilt prósentustig milli mánaða. Í maí var það um 6,6% samanborið við 7,6% í apríl. mbl.is

At­vinnu­leysi dróst sam­an milli mánaðanna apríl og maí og er bú­ist við að það drag­ist enn frek­ar sam­an í júní. Þetta seg­ir í nýrri Hag­sjá Lands­bank­ans.

Var skráð at­vinnu­leysi 3,9% í maí, um 0,6 pró­sentu­stig­um minna en í apríl. Vinnu­mála­stofn­un spáði í apríl 4% at­vinnu­leysi í maí og að það verði á bil­inu 3,5% til 3,8% í júní.

Þá minnkaði at­vinnu­leysi meira á lands­byggðinni í heild en á höfuðborg­ar­svæðinu og var um 3,4% í maí. Á höfuðborg­ar­svæðinu mæld­ist skráð at­vinnu­leysi um 4,2%.

Hærra meðal kvenna

Mest var at­vinnu­leysi á Suður­nesj­um í maí, um 6,6%, en minnkaði úr 7,6% frá því í apríl. Næst mest var at­vinnu­leysi á höfuðborg­ar­svæðinu, um 4,2%, sem minnkaði úr 4,7%.

Minnst var at­vinnu­leysi í maí á Norður­landi vestra, aðeins 1,2%. Þar á eft­ir var at­vinnu­leysi minnst á Vest­ur­landi 1,9% og svo á Vest­fjörðum. Á Aust­ur­landi var at­vinnu­leysi 2,1% í maí, 2,9% á Norður­landi eystra og 2,8% á Suður­landi.

Hlut­falls­lega meira at­vinnu­leysi var meðal kvenna, um 4,1% en 3,8% meðal karla. Tölu­vert meira mun­ar þó á Suður­nesj­um, þar sem at­vinnu­leysi er 8% meðal kvenna en 5,7% meðal karla, sam­kvæmt töl­um Vinnu­mála­stofn­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK