Leitað verði til EFTA-dómstólsins vegna lánanna

Neytendasamtökin hafa stefnt Arion banka og Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur …
Neytendasamtökin hafa stefnt Arion banka og Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Íslandsbanka fyrir Héraðsdóm Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst í dag að hluta á kröfu Neyt­enda­sam­tak­anna um að leitað væri ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins vegna skil­mála lána með breyti­leg­um vöxt­um sem sam­tök­in telja vera ólög­leg.

Telja Neyt­enda­sam­tök­in ákv­arðanir um vaxta­breyt­ing­ar á þess­um lán­um vera veru­lega mats­kennd­ar og ógegn­sæj­ar. Af þeim sök­um sé ekki hægt að sann­reyna hvort þær séu rétt­mæt­ar. Hafa sam­tök­in því stefnt Lands­banka og Ari­on banka fyr­ir Héraðsdóm Reykja­vík­ur og Íslands­banka fyr­ir Héraðsdóm Reykja­ness, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Mun úr­lausn­ar­efnið hafa áhrif á öll lán sem tek­in eru eft­ir gildis­töku laga um fast­eignalán árið 2017.

„Þetta er stórt skref

Lög­menn Neyt­enda­sam­tak­anna óskuðu eft­ir að leitað væri ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins vegna lán­anna og féllst Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur á það að hluta, í einu máli af þrem­ur. 

„Þetta er stórt skref í þá átt að fá kröf­ur okk­ar viður­kennd­ar, en á und­an­förn­um árum hafa fallið dóm­ar sem gefa skýr­ar vís­bend­ing­ar um að skil­mál­arn­ir séu ólög­leg­ir, meðal ann­ars hjá Evr­ópu­dóm­stóln­um. Hann komst að því að óskýr­ir skil­mál­ar og ein­hliða vaxta­breyt­ing­ar er fyr­ir­komu­lag sem ekki stenst lög þegar um er að ræða lán til neyt­enda með breyti­leg­um vöxt­um,“ er haft eft­ir Breka Karls­syni for­manni Neyt­enda­sam­tak­anna í til­kynn­ing­unni. 

Gæti tekið 6 til 9 mánuði

Mál­inu hef­ur nú verið frestað hjá Héraðsdómi þar til niðurstaða ligg­ur fyr­ir hjá EFTA-dóm­stóln­um, verði niðurstaðan ekki kærð til Lands­rétt­ar. Sú málsmeðferð gæti tekið sex til níu mánuði. 

Mál­inu hef­ur nú verið frestað hjá héraðsdómi og beðið er eft­ir að niðurstaða liggi fyr­ir hjá EFTA-dóm­stóln­um, nema niðurstaða verði kærð til Lands­rétt­ar. Sú málsmeðferð gæti tekið 6-9 mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK