Rafn Viðar hættir hjá Fossum og stofnar eigin sjóð

Rafn Viðar Þorsteinsson.
Rafn Viðar Þorsteinsson.

Rafn Viðar Þor­steins­son, sem starfað hef­ur verið hjá Foss­um í rúm fimm ár, læt­ur af störf­um hjá fé­lag­inu um næst­kom­andi mánaðamót og hef­ur rekst­ur á sín­um eig­in fjár­fest­ing­ar­sjóð.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Foss­um en þar er haft eft­ir Rafni Viðaði að sjóður­inn muni starfa und­ir hatti Seiglu eign­a­stýr­ing­ar ehf. og verður sér­hæfður sjóður með víðtæk­ar fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir en aðaláherslu á inn­lend hluta­bréf.

Har­ald­ur Þórðar­son, for­stjóri Fossa, seg­ir í sömu til­kynn­ingu að það sé ánægju­legt að sjá sam­starfs­fólk blómstra og vaxa á starfs­ferli sín­um.

„Hjá Foss­um starfar margt fram­taks­samt og metnaðarfullt fólk sem öðlast hef­ur mik­il­væga reynslu hjá okk­ur. Við þökk­um Rafni Viðari sam­starfið og verðmætt fram­lag til starf­semi Fossa og ósk­um hon­um velfarnaðar á nýj­um og spenn­andi vett­vangi,“ seg­ir Har­ald­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK