Telma nýr mannauðsstjóri hjá Travelshift

Telma Sveinsdóttir.
Telma Sveinsdóttir. Ljósmynd/ Travelshift

Telma Sveins­dótt­ir er ný mannauðsstjóri hjá ferðatæknifyr­ir­tæk­inu Tra­vels­hift. 

Tra­vels­hift rek­ur meðal ann­ars markaðstorgið Gui­de to Ice­land, sem notað er af rúm­lega 1.500 ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um á Íslandi. 

Telma er með meist­ara­gráðu í mannauðsstjórn­un frá Há­skóla Íslands. Hún starfaði áður sem fræðslu­sér­fræðing­ur hjá Sím­an­um. Þar á und­an starfaði hún um ára­bil sem mannauðssér­fræðing­ur hjá Land­spít­al­an­um þar sem hún sér­hæfði sig í ráðning­um og aðlög­un er­lendra sér­fræðinga. 

Tíu ára í næstu viku

„Það verður gam­an að fá að vinna með teym­inu og ein­stakt tæki­færi að fá að taka þátt í þess­ari veg­ferð,” seg­ir Telma í til­kynn­ingu.

Fyr­ir­tækið fagn­ar 10 ára af­mæli með tón­leik­um á Ing­ólf­s­torgi laug­ar­dag­inn 2. júlí þar sem fram munu koma Friðrik Dór, Gugus­ar og Herra Hnetu­smjör. Viðburður­inn stend­ur yfir frá klukk­an átta til tíu að kvöldi og er op­inn öll­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK