Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
Ellen er með Diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hefur starfað í mannauðsmálum frá árinu 2006, fyrst sem mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Símans og frá 2017 sem mannauðleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Ellen hefur komið að ýmsu er snýr að mannauðsmálum hjá OR og hefur m.a. verið bakhjarl stjórnenda við framkvæmd mannauðsstefnu og svokallaður vaxtarsproti (e. growth agent) og kyndilberi breytinga sem hefur það markmið að skapa virði fyrir viðskiptavini, starfsfólk og rekstur OR.