Forsvarsmenn Fasteflis og bílaumboðsins BL undirrituðu samstarfssamning um kaup og þróun á rúmlega 38 hektara landsvæði við Tungumela í Mosfellsbæ nýverið en svæðið er ætlað fjölbreyttri athafnastarfsemi.
Fréttamiðillinn Mosfellingur greinir frá þessu.
Íris Ansnes, framkvæmdastjóri BL, segir í þeirri frétt að Tungumelar séu spennandi framtíðarsvæði fyrir BL en félagið skoðar nú mögulega framtíðarstaðsetningu.
Þá segir Óli Valur Steindórsson, framkvæmdastjóri Festis, að vonbrigði hafi verið hve fá fyrirtæki hafi lagt leið sína að Tungumelum og að stór hluti svæðisins hafi verið nýttur fyrir byggingu á geymslum. Nú horfi aftur á móti til betri vegar þar sem fyrirtækið ætlar að þróa uppbyggingu á svæðinu „og taka þátt í að auðga flóru fyrirtækja í bæjarfélaginu“.