Sonja ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play

Sonja Arnórsdóttir hjá Play
Sonja Arnórsdóttir hjá Play Ljósmynd/Aðsend

Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. 

Sonja er með BS-gráðu í fjármálaverkfræði og hefur starfað við tekjustýringu hjá flugfélögum síðastliðin tíu ár. Hún starfaði sem sérfræðingur í tekjustýringu hjá WOW air þar sem hún leiddi tíu manna teymi og þá hefur hún starfað sem forstöðumaður tekjustýringar- og sölu hjá Play frá 2019. Sonja mun nú bera ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum hjá Play, að því er segir í tilkynningu. 

Georg Haraldsson.
Georg Haraldsson. Ljósmynd/Aðsend

Georg Haraldsson verður nú framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Play en áður var hann framkvæmdastjóri sölu- og markaðssvið, auk upplýsingatæknisviðs. Vegna aukinna umsvifa Play mun félagið setja enn meiri áherslu á upplýsingatækni og stafræna þjónustu. Leitast verður við að hámarka sjálfvirknivæðingu, sjálfsafgreiðslu og ánægju viðskiptavina að þessu leyti. Georg mun leiða þá þróun áfram fyrir félagið en nú með meiri fókus en áður. Georg hefur starfað um árabil í störfum tengdum upplýsingatækni og stafrænni þróun, meðal annars hjá Völku, Iceland Express, Dohop og Póstinum. Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla og IE Business School, segir jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK