Sonja ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play

Sonja Arnórsdóttir hjá Play
Sonja Arnórsdóttir hjá Play Ljósmynd/Aðsend

Sonja Arn­órs­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Play. Sonja tek­ur við sem fram­kvæmda­stjóri sviðsins af Georgi Har­alds­syni sem verður fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga­tækni­sviðs. 

Sonja er með BS-gráðu í fjár­mála­verk­fræði og hef­ur starfað við tekju­stýr­ingu hjá flug­fé­lög­um síðastliðin tíu ár. Hún starfaði sem sér­fræðing­ur í tekju­stýr­ingu hjá WOW air þar sem hún leiddi tíu manna teymi og þá hef­ur hún starfað sem for­stöðumaður tekju­stýr­ing­ar- og sölu hjá Play frá 2019. Sonja mun nú bera ábyrgð á öll­um sölu- og markaðsmá­l­um hjá Play, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Georg Haraldsson.
Georg Har­alds­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Georg Har­alds­son verður nú fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga­tækni­sviðs Play en áður var hann fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssvið, auk upp­lýs­inga­tækni­sviðs. Vegna auk­inna um­svifa Play mun fé­lagið setja enn meiri áherslu á upp­lýs­inga­tækni og sta­f­ræna þjón­ustu. Leit­ast verður við að há­marka sjálf­virkni­væðingu, sjálfsaf­greiðslu og ánægju viðskipta­vina að þessu leyti. Georg mun leiða þá þróun áfram fyr­ir fé­lagið en nú með meiri fókus en áður. Georg hef­ur starfað um ára­bil í störf­um tengd­um upp­lýs­inga­tækni og sta­f­rænni þróun, meðal ann­ars hjá Völku, Ice­land Express, Dohop og Póst­in­um. Georg er tölv­un­ar­fræðing­ur frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og er einnig með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um frá sama skóla og IE Bus­iness School, seg­ir jafn­framt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK