Verðleiðréttingar á fasteignamarkaði sennilegar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:33
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:33
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„All­ir eigna­markaðir fylgj­ast að. Það er bara spurn­ing hvenær þeir koma inn. Eigna­markaður eft­ir mál­verk­um fylg­ir þessu líka. Það hafa átt sér stað lækk­an­ir á hluta­bréfa­markaði sem að ein­hverju leyti er eðli­leg aðlög­un að breytt­um aðstæðum. Hluta­bréfa­markaður­inn byrjaði að hækka og fast­eigna­markaður­inn elti. Þannig að það sem er að fara að ger­ast núna er end­ur­mat á eigna­markaði sem er að eiga sér stað. Hluta­bréfa­markaður­inn er fyrst­ur og það er ekki ólík­legt að það fylgi eitt­hvað end­ur­mat á fast­eigna­markaðnum líka.“

Þannig kemst Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri að orði í viðtali í Dag­mál­um þegar rætt er um nýj­ustu vaxta­hækk­un Seðlabanka Íslands en hún nam 100 punkt­um. Standa nú meg­in­vext­ir bank­ans í 4,75%.

Var Ásgeir þá spurður út í hvort von væri á sams kon­ar breyt­ing­um á fast­eigna­markaði og hafa orðið á hluta­bréfa­markaði. Úrvals­vísi­tal­an ís­lenska hef­ur lækkað um hart­nær 25% frá ára­mót­um.

„Nei það held ég ekki.“

Hvernig ger­ist það þá?

Það er erfitt að gera sér grein fyr­ir því. Það er skort­ur á eign­um. Fram­boðið hef­ur átt erfitt með að bregðast við. Það sem ger­ist eins og fast­eigna­markaður lækk­ar yf­ir­leitt að raun­v­irði. Nafn­verðshækk­an­ir eru að hækka og verðbólg­an étur upp raun­v­irðið. Þannig ger­ist það yf­ir­leitt.

Þannig að það ger­ist þá með ósýni­leg­um hætti?

„Já, svona ís­lensk­um hætti. En fast­eigna­verð hef­ur hækkað meira en for­send­ur standa til. Það verður líka að hafa í huga að laun­in hafa hækkað. Heim­il­in eyða svipuðu hlut­falli af laun­um, í kring­um 20% og eru búin að gera í 120 ár frá því að Hag­stof­an fór að mæla þetta.“

Ítrek­ar Ásgeir að Seðlabank­inn geti ekki stjórnað fast­eigna­verðinu en að hann geti stýrt ákveðnum hlut­um. Er hann þá spurður hvort Seðlabank­inn eigi að vera að stjórna fast­eigna­markaðnum. Ásgeir seg­ir það góða spurn­ingu enda sé verðbólga sam­sett úr mörg­um ólík­um þátt­um. Hann tel­ur mik­il­væg­ast að bank­inn standi á móti því að það verði til lána­bóla á markaðnum.

Viðtalið við Ásgeir má lesa í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK