Leita að 20 þúsund fermetrum

Ríkið er að kanna markaðinn fyrir stofnanahúsnæði.
Ríkið er að kanna markaðinn fyrir stofnanahúsnæði. mbl.is/Golli

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur auglýst markaðskönnun, þar sem leitað er að allt að 20 þúsundum fermetra skifstofuhúsnæðis til leigu fyrir ýmsar stofnanir ríkisins. Frá þessu er greint á vef FSRE.

Þar er ítrekað að um markaðskönnun sé að ræða, sem feli ekki í sér loforð um viðskipti. Miðað er við að taka á leigu húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 12-18 mánaða frá undirritun leigusamnings. Til greina kemur að afhenda að lágmarki 4.000 fermetra innan 12 mánaða og afganginn samkvæmt samkomulagi. Gert er ráð fyrir að leigutími verði 15-25 ár með möguleika á framlengingu. Þá er gerð krafa um staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við stofnbrautir, almenningssamgöngur og aðra skrifstofu- og þjónustustarfsemi.

FSRE setur ýmis skilyrði, sem eigendur húsnæðisins þurfa að uppfylla. Þannig verður t.d. ekki gengið til samninga við fasteignaeigendur sem hafa verið dæmdir fyrir þátttöku í skipulögðum glæpasamtökum, spillingu, sviksemi, hryðjuverk eða fjármögnun hryðjuverka, peningaþvætti og barnaþrælkun eða annars konar mansal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK