Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. Tekur hún við af Berglindi Hauksdóttur, sem tekur við nýju starfi hjá Viðskiptalausnum einstaklinga hjá bankanum.
Kristín Rut er með BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands auk kennsluréttinda og hefur nýlokið meistaraprófi í viðskiptafræði frá HÍ með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Þá hefur hún lokið PMD-stjórnendanámi hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík.
Kristín Rut hefur verið forstöðumaður Þjónustuvers einstaklinga frá árinu 2008. Hún hefur komið að og stýrt fjölmörgum verkefnum sem tengjast Þjónustuverinu og því sífellt mikilvægara hlutverki sem það gegnir í þjónustu við viðskiptavini.