Spurði lykilspurningar

„Það hefur verulega þýðingu að horfa til Evrópudómstólsins. Þar hafa …
„Það hefur verulega þýðingu að horfa til Evrópudómstólsins. Þar hafa fallið margir fordæmisgefandi dómar um það hvernig setja skuli fram breytilega vexti í lánasamningum,“ segir Ingvi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingvi Hrafn Óskarsson er lögmaður nokkurra einstaklinga, sem vilja að íslenskir viðskiptabankar útskýri betur í skilmálum lánasamninga hvernig þeir taka ákvarðanir um vaxtahækkanir breytilegra fasteignalána. Ingvi segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi ákveðið að beina lykilspurningu í málinu til EFTA-dómstólsins.

„Héraðsdómur ákvað að leita álits EFTA-dómstólsins um skýringu ákvæðis í tilskipun um lánssamninga fyrir neytendur, þar sem fjallað er um breytilega vexti á íbúðalánum. Spurningin, sem héraðsdómari hyggst beina til EFTA-dómstólsins, er lykilatriði í málinu. Hún er sú hvort skilmálarnir uppfylli þá kröfu sem mælt er fyrir um í tilskipuninni, um að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og sannprófanlegir fyrir lántaka,“ segir Ingvi.

Hann segir að úrlausn EFTA-dómstólsins í málinu kunni að hafa verulega þýðingu um gildi skilmála um breytilega vexti sem er að finna í fasteignalánum neytenda, sem tekin voru eftir 1. apríl 2017. Þá gengu í gildi lög nr. 118/2016 um fasteignalán neytenda sem innleiða umrædda tilskipun.

Niðurstaða málsins, sem að óbreyttu fer fyrir EFTA-dómstólinn, getur haft …
Niðurstaða málsins, sem að óbreyttu fer fyrir EFTA-dómstólinn, getur haft áhrif á lán, sem tekin hafa verið eftir að lög um fasteignalán tóku gildi árið 2017, að sögn Ingva.

Beið ekki hnekki

Deilt er um hvort skilmálar bankanna um útreikning vaxta standist lög um neytendalán.

Mbl.is greindi frá því fyrir helgi að Neytendasamtökin, sem styðja mál einstaklinganna, hefðu lagt fram þá kröfu að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna ákvæða verðtryggðs veðskuldabréfs Arion banka. Þeirri kröfu var hafnað.

Ingvi segir að málið hafi ekki beðið hnekki þótt dómurinn hafi ekki ákveðið að vísa spurningum í öllum málunum þremur, sem rekin eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, til EFTA-dómstólsins, eins og krafist var. Þvert á móti geti aðalmeðferð farið fram á sama grunni og lagt var fram í byrjun í þeim málum sem ekki var vísað til EFTA-dómstólsins. Kröfur neytenda eru í þeim málum, að sögn Ingva, að verulegu leyti byggðar á þeim fordæmum sem liggja fyrir hjá Evrópudómstólnum. Í úrskurði héraðsdóms komi fram að þessir dómar komi til skoðunar við úrlausn málsins. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK