Airbnb bannar allt partístand

Airbnb setti strangar reglur í kjölfar Covid-19 faraldursins
Airbnb setti strangar reglur í kjölfar Covid-19 faraldursins AFP

Airbnb hefur bannað partí og aðra slíka viðburði í heimahúsi útleigjenda fyrir fullt og allt, en þessi tímabundna lausn sem kynnt var í ágúst árið 2020 reyndist húsráðendum vel á tímum heimsfaraldursins. 

Airbnb greindi frá því í yfirlýsingu að fjöldi kvartana sem berast fyrirtækinu varðandi veisluhöld fari dregist saman um um 44% frá því þetta var kynnt, en fyrirtækið mun ekki leyfa frávik frá reglunni nema í einstaka tilvikum.

Airbnb tók alvarlega á brot á þessum reglum, en á síðasta ári var hátt í 6.600 manns meinuð þjónusta fyrirtækisins fyrir óhófleg hátíðarhöld. 

Fyrirtækið hefur að auki ákveðið að aflétta takmarkanir á því hversu margir mega gista í útleigðu heimili að hverju sinni, en áður fyrr var hvert heimili takmarkað við 16 manns til varúðar gegn Covid-19 smitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK