Haraldur Þórðarson, forstjóri og einn stofnenda Fossa, segir í viðtali í ViðskiptaMogga í dag að stefnt sé að því að skrá félagið á markað innan þriggja ára. Fossar fengu nýlega starfsleyfi sem fjárfestingarbanki, en að sögn Haraldar felur það í sér töluverðar breytingar og útvíkkun á starfsemi félagsins, sem mun að hans sögn staðsetja sig mitt á milli stóru viðskiptabankanna og smærri fjármálafyrirtækja á markaði.
„Við viljum hafa agann sem fylgir því að reka fjármálafyrirtæki sem er í skráningarhæfri stöðu,“ segir Haraldur í viðtalinu.
„Þó svo að við séum búin að ná þessum stóra áfanga í sögu félagsins að verða fjárfestingarbanki er verkefninu alls ekki lokið. Við erum rétt komin á annað ár í innleiðingu á fimm ára plani og við eigum eftir að ná mörgum áföngum áður en því lýkur.“
Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag, miðvikudag.