Tækifæri í nýsköpun þrátt fyrir bölmóð

Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir lækkanir á eignamörkuðum ákveðið …
Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir lækkanir á eignamörkuðum ákveðið tækifæri fyrir nýsköpun á Íslandi, þar sem fjárfestar þurfi að finna nýjar leiðir til þess að koma fjármagni í ávöxtun. Árni Sæberg

Þrátt fyrir miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum heimsins virðist enn þróttur í nýsköpunarmarkaðnum hérlendis.

„Ég held að það gefi augaleið að þetta hefur líka áhrif á fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum en á móti kemur að þetta getur verið ákveðið tækifæri, þegar fjárfestar horfa á aðrar leiðir til að koma fjármagni í ávöxtun. Þetta getur alveg verið á báða bóga,“ segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, í samtali við ViðskiptaMogga.

Tækifærum hefur fjölgað

Nýsköpunarsjóðurinn er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Innt eftir því hvort sjóðurinn sé farinn að sýna meiri varkárni í sínum fjárfestingum vegna stöðu mála í hagkerfinu, segir Hrönn að tækifærum í nýsköpunarheiminum hafi aðeins farið fjölgandi. „Við erum fyrst og fremst að horfa á verkefnin og hversu fýsileg þau eru og hvernig teymin standa þar á bak við. Það getur haft áhrif ef verðið hefur lækkað, þá eru meiri líkur á því að ná inn spennandi meðfjárfestum,“ segir hún.

17 sprotar og þrír sjóðir

Eignasafn sjóðsins samanstendur af 17 sprotafyrirtækjum og þremur sjóðum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum en alls tengist sjóðurinn beint eða óbeint 46 sprotafélögum. Frá 1997 hefur sjóðurinn fjárfest í um 170 sprotafyrirtækjum. Hrönn segir erfitt að meta hvort eignasafnið hafi orðið fyrir lækkunum, þar sem sprotafyrirtækin, sem sjóðurinn fjárfestir í, eru í raun öll á frumstigi og óskráð.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK