Icelandair bætir við tuttugustu MAX-vélinni

Icelandair hefur gert samning um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing …
Icelandair hefur gert samning um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum, mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur gert samning um langtímaleigu við BOC Aviation (BOCA) vegna tveggja nýrra Boeing 737 MAX 8 flugvéla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. 

Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar fyrir haustið 2023. Verður þessi viðbót til þess að Icelandair mun hafa 20 MAX-vélar í rekstri.

„Við höfum nú tryggt okkur nýjar vélar á hagkvæmum kjörum sem gerir okkur kleift að stækka Boeing 737 MAX flota okkar og um leið styðja við framtíðarvöxt félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni.

Hann segir einnig að MAX-vélarnar séu sparneytnari en fyrri vélar og sé þetta því mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnislosun í flugrekstrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK