Sátt verði að ríkja um aðferðafræðina

Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Al­freðsdótt­ir viðskiptaráðherra er þeirr­ar skoðunar að ríkið eigi að losa um eign­ar­hald rík­is­sjóðs í Íslands­banka.

Hún seg­ir aft­ur á móti í sam­tali við mbl.is að það sé vand­séð að það muni ger­ast á þessu kjör­tíma­bili nema að það ríki sátt um aðferðafræðina.

Með aug­un á eign­ar­hald­inu

„Það er ekki hægt að fara í svona um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á fjár­mála­kerfi eins rík­is nema í skref­um. Vel út­færðum og út­hugsuðum skref­um sem búa til traust og trú­verðug­leika.

Við erum með aug­un á eign­ar­hald­inu en við verðum að gera þetta þannig að það ríki sátt í sam­fé­lag­inu um þau skref sem við erum að taka. Ég held að sam­fé­lagið sé sam­mála því að það eigi að losa um hlut­inn en aðferðafræðin þarf að vera þannig að hún sé haf­in yfir vafa.“

Ekki væn­legt til framtíðar

Nefn­ir hún að eign­ar­hald rík­i­s­jóðs í fjár­mála­kerf­inu sé gríðarlegt miðað við önn­ur ríki og það sé ekki væn­legt til framtíðar.

„Fyrsti hluti söl­unn­ar [á Íslands­banka] var mjög vel heppnaður, allt opið og gagn­sætt. Okk­ur tókst mjög vel til þar. Nú er verið að skoða seinni hlut­ann, þar var önn­ur aðferðarfræði og hún var áhættu­sam­ari, sem við fund­um fyr­ir. En við eig­um að halda áfram á þess­ari veg­ferð,“ seg­ir Lilja.

„Ég er með mjög sterka skoðun á því hvernig við för­um í þetta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK