Gæti valdið breytingum á vöruúrvali ÁTVR

Álagning ÁTVR er fyrirfram ákveðin og hlutfallsleg.
Álagning ÁTVR er fyrirfram ákveðin og hlutfallsleg. mbl.is/Unnur Karen

Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins mun halda sínu striki uns fyr­ir­mæli ann­ars efn­is ber­ast frá fjár­málaráðuneyt­inu. Er þetta þrátt fyr­ir ný­lega niður­stöðu héraðsdóms um að reglu­gerð sú, sem lögð er til grund­vall­ar við ákvörðun vöru­úr­vals, sé ólög­mæt. 

Þetta staðfest­ir Sigrún Ósk Sig­urðardótt­ir, aðstoðarfor­stjóri ÁTVR, í sam­tali við mbl.is. Dóm­ur féll í máli Dista heild­versl­un­ar gegn ÁTVR á fimmtu­dag í síðustu viku, þar sem fall­ist var á með Dista að reglu­gerð sem ÁTVR vinn­ur eft­ir væri ólög­mæt. 

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Sigrún Ósk Sig­urðardótt­ir, aðstoðarfor­stjóri ÁTVR. Ljós­mynd/​atvr.is/​Vig­fús Birg­is­son

Hvernig er best að meta eft­ir­spurn?

Lög um ÁTVR kveða á um að vöru­úr­val skuli taka mið af eft­ir­spurn. Með reglu­gerð hef­ur svo verið nán­ar út­færð sú aðferð sem beita skal við ákvörðun eft­ir­spurn­ar, og er þar miðað við fram­legð vör­unn­ar. Þannig raðast þær vöru­teg­und­ir sem skila mestri fram­legð, efst á lista og aðrar þurfa að víkja úr hill­um versl­ana ÁTVR. 

„Í grunn­inn er þetta þannig að frá ár­inu 1999 hef­ur þess­ari aðferð verið beitt og ágrein­ing­ur­inn lýt­ur að því hvort fram­legð sé rétt aðferð við að mæla eft­ir­spurn­ina. Dista vildi meina að það ætti frek­ar að miða við lítra,“ seg­ir Sigrún Ósk.

Tvær bjór­teg­und­ir sem Dista flyt­ur inn, Faxe Wit­bier og Faxe IPA í hálfs­lítra dós­um, voru tekn­ar út úr vöru­úr­vali ÁTVR á grund­velli þess að þær skiluðu ekki nægi­legri fram­legð. Væri miðað við selda lítra, hefðu þær teg­und­ir tví­mæla­laust haldið sæti sínu. 

Álagn­ing ÁTVR er fyr­ir­fram ákveðin og hlut­falls­leg. Því standa dýr­ari vör­ur bet­ur að vígi en þær ódýr­ari, þegar kem­ur að því að skila hærri fram­legð. ÁTVR skipt­ir vöru­úr­val­inu sínu þó í mis­mun­andi flokka þar sem miðað er við ákveðinn fjölda vöru­teg­unda í hverj­um flokki og tek­ur sam­an­b­urður­inn mið af því. 

Dista flytur inn bjór frá danska framleiðandanum Faxe, en tegundirnar …
Dista flyt­ur inn bjór frá danska fram­leiðand­an­um Faxe, en teg­und­irn­ar Faxe Wit­bier og Faxe IPA voru ekki tald­ar skila nægi­legri fram­legð.

ÁTVR held­ur sínu striki 

Ákvörðun um áfrýj­un ligg­ur hjá rík­is­lög­manni, enda var málið höfðað gegn fjár­málaráðuneyt­inu, að sögn Sigrún­ar. Það er verið að fara yfir málið en á meðan hef­ur dóm­ur­inn ekki áhrif á vinnu­brögð ÁTVR. 

„Þeir hafa nokkra daga til að meta þetta, verði áfrýjað þarf vænt­an­lega að bíða eft­ir niður­stöðu Lands­rétt­ar en verði ekki áfrýjað þá hlýt­ur ráðuneytið að end­ur­skoða reglu­gerðina.“

Dýr­ari vara myndi víkja fyr­ir ódýr­ari

Væri reglu­gerðinni breytt þannig að seld­ir lítr­ar væru lagðir til grund­vall­ar við mat á eft­ir­spurn vöru, hefði það í för með sér breyt­ing­ar á vöru­úr­vali ÁTVR. Sigrún tel­ur þó ekki að um kúvend­ingu væri að ræða, enda fari fram­legð og seld­ir lítr­ar oft sam­an. 

Það hef­ur þó ekki enn verið reiknað út hvaða vöru­teg­und­ir dyttu út. „Það væri kannski helst ein­hver ódýr­ari vara sem væri seld í meira magni, sem héldi sæti á kostnað dýr­ari vöru sem seld er í minna magni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK